Asíutígrarnir fjórir er heiti á löndunum Tævan, Hong Kong, Singapúr og Suður-Kóreu með vísun í þróað efnahagslíf þeirra og frjálsan markaðsbúskap. Í þessum löndum var gríðarmikill hagvöxtur mest af síðari hluta 20. aldar og þau voru öll orðin þróuð hátekjulönd í upphafi 21. aldar. Vöxturinn í Hong Kong og Singapúr er að mestum hluta vegna fjármálaþjónustu meðan vöxtur í Suður-Kóreu og Tævan hefur stafað af hátækniiðnaði. Samanlögð verg landsframleiðsla þessara landa var 3,81% af heimsframleiðslunni árið 2013. Til samanburðar var verg landsframleiðsla Bretlands á sama tíma 4,07% af heimsframleiðslunni.

Thumb
Kort sem sýnir asíutígrana fjóra

Fjármálakreppan í Asíu árið 1997 hafði mjög neikvæð áhrif á efnahag allra þessara landa, sérstaklega Suður-Kóreu.

Mörg þróunarríki hafa reynt að líkja eftir efnahagsþróun asíutígranna. Malasía, Indónesía, Taíland og Filippseyjar eru stundum kölluð „tígrishvolparnir fjórir“ með vísun í það hvernig þau hafa hermt eftir útflutningsstefnu asíutígranna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.