Bernard Montgomery

From Wikipedia, the free encyclopedia

Bernard Montgomery

Bernard Law Montgomery (17. nóvember 1887 – 24. mars 1976) var breskur herforingi. Montgomery barðist í seinni heimsstyrjöldinni þar sem hann stjórnaði herjum í Norður-Afríku, Ítalíu, Frakklandi, Belgíu, Hollandi og Þýskalandi.

Thumb
Bernard Montgomery

Montgomery er einna frægastur fyrir að hafa stjórnað breska áttunda hernum í seinni orrustunni um El-Alamein, í Egyptalandi, árið 1942. Þar sigraði breski herinn þýskan her, undir stjórn Erwins Rommels, og hóf sókn gegn Þjóðverjum sem endaði með því að Þjóðverjar gáfust upp í Norður-Afríku árið 1943. Eftir stríðið í Norður-Afríku tók Montgomery þátt í innrás bandamanna í Ítalíu, 1943, og innrásinni í Normandí, 1944. Þann 4. maí 1945 tók Montgomery við uppgjöf alls herafla Þjóðverja í norðvestur-Þýskalandi, Danmörku og Hollandi.

Montgomery hlaut fjölda viðurkenninga fyrir framgöngu sína í stríðinu, m.a. var hann útnefndur 1. vísigreifi Montgomery af Alamein og einnig hlaut hann bresku sokkabandsorðuna.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.