Fyrrum forseti Bólivíu From Wikipedia, the free encyclopedia
Jeanine Áñez Chávez (f. 13. ágúst 1967) er bólivísk stjórnmálakona sem gegndi embætti forseta Bólivíu frá 12. nóvember 2019 til 8. nóvember 2020. Hún tók við embætti forseta eftir að forveri hennar, Evo Morales, sagði af sér vegna þrýstings frá alþýðu og her landsins í tengslum við grun um kosningamisferli. Hún fór fyrir starfsstjórn fram að forsetakosningum sem haldnar voru í október 2020.
Jeanine Áñez | |
---|---|
Forseti Bólivíu (starfandi) | |
Í embætti 12. nóvember 2019 – 8. nóvember 2020 | |
Varaforseti | Enginn |
Forveri | Evo Morales |
Eftirmaður | Luis Arce |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 13. ágúst 1967 Trinidad, Beni, Bólivíu |
Stjórnmálaflokkur | Movimiento Demócrata Social |
Maki | Héctor Hernando Hincapié Carvajal |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Áñez er menntuð í lögfræði og lögvísindum. Hún hlaut lögmannsréttindi árið 1991.[1] Árið 2010 var hún kjörin á öldungadeild bólivíska þingsins fyrir bandalag hægrimanna og íhaldsmanna í stjórnarandstöðu gegn sósíalíska forsetanum Evo Morales. Árið 2019 var hún orðin annar varaforseti öldungadeildarinnar.[2]
Morales sagði af sér þann 10. nóvember 2020 eftir að bólivíski herinn þrýsti á hann að láta af embætti vegna gruns um kosningamisferli í forsetakosningum mánuðinn áður.[3] Bólivíska þingið var kallað saman til að taka á stöðunni en þar sem þingmenn Sósíalistahreyfingarinnar, flokks Morales, sniðgengu þingfundinn til að sýna forsetanum stuðning var Áñez kjörin forseti öldungadeildarinnar á honum. Varaforseti landsins, Álvaro García, hafði einnig sagt af sér og því var Áñez sem forseti öldungadeildarinnar næst í tignarröðinni að forsetaembættinu. Áñez lýsti sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða þann 12. nóvember og stjórnlagadómstóll landsins féllst á skipan hennar í embættið.[4][5]
Ætlun Áñez var að gegna forsetaembættinu til bráðabirgða þar til forsetakosningarnar yrðu endurteknar. Í fyrstu útilokaði Áñez að hún yrði sjálf í framboði til forseta í kosningunum[6] en þann 21. janúar 2020 gekk hún á bak orða sinna og tilkynnti framboð sitt til forseta.[7] Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram þann 3. maí 2020 en þeim var frestað til 19. október vegna kórónaveirufaraldursins.[8] Áñez dró forsetaframboð sitt til baka þann 18. september, að eigin sögn til að kljúfa ekki atkvæðahóp hægrimanna í kosningunum.[9] Þrátt fyrir það vann Luis Arce, frambjóðandi Sósíalistahreyfingarinnar, öruggan sigur á kjördag.[10] Áñez viðurkenndi sigur Arce á Twitter-síðu sinni stuttu síðar og hvatti hann til að stýra landinu með Bólivíu og lýðræði í huga.[11]
Í mars 2021 gáfu bólivískir saksóknarar út handtökuskipan á hendur Áñez og sökuðu hana um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn stjórn Morales.[12] Þann 11. júní næsta ár var Áñez dæmd í tíu ára fangelsi fyrir meint valdarán sitt gegn Morales.[13]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.