Júríj Aleksejevítsj Gagarín (rússneska: Юрий Алексеевич Гагарин; 9. mars 193427. mars 1968) var rússneskur geimfari og hvort tveggja fyrsti maðurinn sem fór út í geiminn 12. apríl 1961 og fyrsti maðurinn til að komast á sporbraut um jörðu.


Staðreyndir strax Fæddur, Látin(n) ...
Júríj Gagarín
Юрий Гагарин
Thumb
Júríj í Svíþjóð.
Fæddur Júrí Aleksejevítsj Gagarín
9. mars 1934(1934-03-09)
Klúshíno, rússneska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum
Látin(n) 27. mars 1968 (34 ára)
Novosjolovo, rússneska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum
Flugslys við æfingu
Tími í geimnum 1 klukkustund og 48 mínútur
Verkefni Vostok 1
Undirskrift Thumb
Loka

Hann lærði flug samhliða vélvirkjun og var herflugmaður á orrustuflugvélum. 1960 var hann valinn ásamt 20 öðrum til að taka þátt í Vostok-áætluninni. Eftir strangt þjálfunarferli var hann valinn til að verða fyrsti maðurinn í geimnum. Valið stóð milli hans og German Títov sem varð síðan annar maðurinn í geimnum.

12. apríl 1961 fór Gagarín út í geiminn með Vostok 1.[1] Samkvæmt fjölmiðlum á hann að hafa sagt þegar hann var kominn á braut um jörðu, „Ég sé engan guð hérna uppi.“

Gagarín lést í flugslysi þegar MiG-15 orrustuflugvél sem hann stýrði hrapaði.

Myndagallerí

Tilvísanir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.