Massachusettsflói

From Wikipedia, the free encyclopedia

Massachusettsflói

Massachusettsflói er flói við Atlantshafsströnd Norður-Ameríku. Strönd hans nær um 68km frá Önnuhöfða í norðri að Plymouth-höfn í suðri. Innst við flóann er bandaríska borgin Boston í fylkinu Massachusetts.

Thumb
Kort sem sýnir Þorskhöfða og Massachusettsflóa

Norðurströnd flóans er klettótt en suðurströndin láglend og sendin. Fjöldi höfða og nesja liggja út í flóann auk lítilla eyja, sérstaklega utan við Bostonhöfn. Helstu víkur eru Gloucester-höfn, Nahantflói, Salemhöfn, Marblehead-höfn og Lynnhöfn norðan megin, Bostonhöfn, Dorchester-flói og Quincy-flói vestan megin og Hinghamflói sunnan megin. Stundum er Þorskhöfðaflói talinn með sem hluti af Massachusettsflóa.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.