Nanga Parbat er 9. hæsta fjall heims og er 8.126 metra hátt. Það er staðsett í Gilgit-Baltistan héraði í Pakistan. Nanga Parbat er illkleift og hefur fengið viðurnefnið ,,Dauðafjall" þar sem fjöldi fjallgöngumanna hafa látist þar. Það var fyrst klifið af Austurríkismanninum Hermann Buhl einum manna árið 1953 án viðbótarsúrefnis. Reinhold Messner sem var fyrstur til að klífa alla 14 tindana yfir 8000 metrum missti bróður sinn á fjallinu árið 1970 þegar þeir bræður urðu þeir þriðju til að klífa það. Lík hans fannst árið 2005. Árið 2006 lést José Antonio Delgado frá Venezuela en hann hafði einn fárra Suður-Ameríkubúa klifið fimm tinda yfir 8000 metra. Nafn fjallsins þýðir nakta fjall.

Thumb
Nanga Parbat.

Heimild

Fyrirmynd greinarinnar var „Nanga Parbat“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. mars 2017.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.