Netkaffi

From Wikipedia, the free encyclopedia

Netkaffi

Netkaffi, netkaffihús eða Internetkaffi, er staður þar sem boðið er upp á aðgang að tölvum með nettengingu gegn gjaldi. Stundum er líka boðið upp á hefðbundna kaffihúsaþjónustu. Venjulega er rukkað fyrir þann tíma sem notandi ver í tölvum.

Thumb
Netkaffi í Münster í Þýskalandi.

Fyrsta netkaffið var Electronic Café sem var opnað í Seúl árið 1988 en blómaskeið slíkra staða var um miðjan 10. áratug 20. aldar. Fyrsta netkaffið á Íslandi var Síbería sem var opnuð í kjallara Bíóbarsins við Klapparstíg árið 1995 og bauð upp á netsamband við netþjónustuaðilann Miðheima. Eftir að þráðlausar nettengingar urðu útbreiddari og öflugri um 2002 hafa vinsældir netkaffihúsa minnkað en sum þeirra hafa gengið í endurnýjun lífdaga sem netspilunarstaðir.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.