Sambesí eða Sambesífljót er fjórða lengsta fljót í Afríku og það stærsta sem rennur í Indlandshaf. Vatnasvið þess er 1.329.965 km² að stærð, eilítið minna en helmingur vatnasviðs Nílar. Sambesí er 2.750 km langt. Það á upptök sín í Sambíu, rennur svo gegnum Angóla og síðan eftir landamærum Simbabve og Sambíu til Mósambík þar sem það rennur út í Indlandshaf.

Thumb
Viktoríufossar í Sambesífljóti.

Í Sambesí eru Viktoríufossar, eitt af stærstu vatnsföllum heims, en aðrir stórir fossar eru Chavumafossar við landamæri Sambíu og Angóla, og Ngonyefossar í vesturhluta Sambíu. Allt fljótið er einungis brúað á fjórum stöðum: við Chinyingi, Viktoríufossa, Chirundu og Tete.

Tvær aðal vatnsaflsvirkjanir í fljótinu eru Kariba stíflan og Cahora Bassa stíflan. Lokið var við Kariba stífluna 1959. Hún er 128 m há og 579 m breið. Lónið sem myndaðist er um 280 km langt og um 5400 km² að stærð. Stíflan er á landamærum Sambíu og Simbabve framleiðir um 16 hundruð mw. Cahora Bassa stíflan er neðar í fljótinu í Mósambík og lokið var við að byggja hana 1974. Hún er 171 m á hæð og lónið um 2700 km² að stærð; framleiðir um 2000 mw. Auk þessara vatnsaflsvirkjanna er tvær minni virkjanir í fljótinu. Umfang árósa Sambesí fljótsins er um helmingur af því sem þeir voru áður en stíflunar voru byggðar. Áður en stíflurnar voru byggðar var meðal lágmarksrennsli á sekúndu um 500 m³ og hámarks meðalrennsli um 6000 m³. Þetta hefur leitt til þess að í fyrsta lagi að fæða og viðkoma fiska, fugla og annarra dýra hefur raskast verulega. Í öðru lagi hefur graslendi fyrir kýr og villta grasbýta minnkað og í þriðja lagi hefur landbúnaður og fiskveiðar raskast.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.