Sjóferðasaga

From Wikipedia, the free encyclopedia

Sjóferðasaga

Sjóferðasaga er bókmenntagrein sem gengur út á sjóferðir, oftast um borð í einhvers konar skipi eða kafbáti, lífið um borð, sjómennskuna og hættur og ævintýri sem mæta fólki á hafi úti. Sjóferðasögur ganga oft út á karlmennsku og hetjudáðir, en fjalla líka oft um áskoranir sem fylgja lífinu um borð, einangrun, stéttaskiptingu, innri og ytri átök persóna. Höfundar sjóferðasagna reyna að skapa sannfærandi sögusvið með því að nota sjómennskuhugtök og aðrar vísanir í sjómenningu eins og hjátrú og hefðir. Þessi bókmenntagrein varð til á fyrri hluta 19. aldar með verkum James Fenimore Cooper og Frederick Marryat sem byggðu frásagnir sínar bæði á eigin reynslu af sjómennsku og vinsælum ferðasögum og sjóræningjasögum frá 18. öld. Þekktar sjóferðasögur eru Móbý Dick eftir Herman Melville frá 1851 og margar af skáldsögum Joseph Conrad. Sjóferðasögur eru mjög fjölbreyttur flokkur sagna og telur bæði stríðssögur, gamansögur, barnabækur, ævintýrasögur, sálfræðitrylla og sögulegar skáldsögur.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Thumb
Myndskreyting úr útgáfu Móbý Dick frá 1902.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.