Spegillinn
From Wikipedia, the free encyclopedia
Spegillinn var íslenskt háðsádeilutímarit sem kom út með nokkrum hléum frá 1926 til 1983, lengst af mánaðarlega. Margir frægustu skopmyndateiknarar Íslands; svo sem Tryggvi Magnússon, Halldór Pétursson, Ragnar Lár, Haraldur Guðbergsson og Brian Pilkington, teiknuðu myndir í blaðið. Spegillinn lagði endanlega upp laupana í kjölfar Spegilsmálsins þar sem ritstjórinn, Úlfar Þormóðsson, var dæmdur fyrir guðlast og allt upplagið gert upptækt af lögreglu.