West End (London)

From Wikipedia, the free encyclopedia

West End (London)

West End er hverfi í Mið-London á Englandi. Innan þess eru margir ferðamannastaðir borgarinnar, höfuðstöðvar ýmisa fyrirtækja og verslana og West End-leikhúsin. Farið var að nota nafnið undir lok 19. aldarinnar um svæðið vestan Charing Cross. Í West End er stærsta verslunarhverfi í Evrópu og þar er fjöldi veitingahúsa, hótela, bara og næturklúbba.

Thumb
Shaftesbury Avenue séð frá Piccadilly Circus árið 1949.

West End-svæðið er vestan við það svæði sem borgin náði yfir á tímum Rómverja og á miðöldum. Svæðið varð vinsælt hjá yfirstéttunum af því að vegna ríkjandi vindátta lagði reyk frá borginni sjaldan þangað. Það var líka nærri konungshöllinni og síðar þinghúsinu í Westminster. West End er að mestu innan Westminsterborgar (sem er einn af 32 borgarhlutum í London). Svæðið byggðist upp á 17., 18. og 19. öld og þar voru byggðar hallir, dýr raðhús, tískuverslanir og skemmtistaðir. Á svæðunum næst City of London: Holborn, Seven Dials og Covent Garden, bjuggu aðallega fátæklingar, en á 19. öldinni voru þessi svæði enduruppbyggð.

Heitið West End er notað bæði um skemmtistaðina og leikhúsin umhverfis Leicester Square og Covent Garden, verslunarhverfið sem er umhverfis Oxford Street, Regent Street og Bond Street og um þann hluta Mið-London sem liggur vestan við City.

  Þessi Lundúnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.