Windsor-kastali

From Wikipedia, the free encyclopedia

Windsor-kastali

Windsor-kastali er heimsins stærsti kastali, sem enn er í notkun. Hann stendur í Windsor í Berkshire-sýslu á Englandi. Kastalinn er frá tíma Vilhjálms sigursæla á elleftu öld. Gólfflatarmál kastalans er um 45.000 m².

Thumb
Loftmynd af kastalanum.

Ásamt Buckinghamhöll í London og Holyroodhöll í Edinborg er Windor-kastali eitt opinberra heimila þjóðhöfðingja Bretlands, Karls 3. konungs. Önnur tvö heimili konungsins eru Sandringham House og Balmoral-kastali, sem eru einkaheimili konunglegu fjölskyldunnar.

Flestir konungar og drottningar Englands og síðar konungar og drottningar Bretlands hafa haft áhrif á byggingu og þróun kastalans, sem hefur verið virki, heimili, opinber höll eða stundum fangelsi þeirra. Á fríðartímum var kastalinn stækkaður með byggingu stórra og mikilfenglegra íbúða en á stríðstímum hefur hann verið styrktur mjög. Þessari venju er haldið enn í dag.

  Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.