Írska

Opinbert tungumál Írlands From Wikipedia, the free encyclopedia

Írska
Remove ads

Írska (Gaeilge), einnig þekkt sem gelíska eða írsk gelíska, er keltneskt tungumál sem er talað á Írlandi, sérstaklega á svokölluðum Gaeltacht-svæðum, sem flest eru á vesturströnd Írlands, sérstaklega í nágrenni Galway. Margir Írar sem hafa áhuga á tungu sinni og menningu reyna að halda henni lifandi, en enn sem komið er hafa tilraunir þessar borið takmarkaðan árangur. Skilti á Írlandi eru bæði á ensku og á írsku. Írska er eitt af 23 opinberum tungumálum Evrópusambandsins.

Staðreyndir strax Írska Gaeilge, Opinber staða ...
Thumb
Opinber gelísk svæði (gaeltacht).

Elsta írskan notaði Ogham-skriftina frá 4. öld fram á 6. öld, en síðan var latneska stafrófið notað. Fornírska var töluð frá 6. öld fram á 10. öld, og miðírska frá 10. öld fram á 12. öld.

Remove ads

Írsk og skosk gelísk áhrif á íslensku

Margir landnámsmenn á Íslandi komu frá Írlandi, Skotlandi og öðrum hlutum Bretlandseyja. Því er eðlilegt að nokkurra írskra áhrifa gæti í íslensku, en stundum getur verið um skosk gelísk áhrif að ræða. Í færeysku gætir einnig nokkurra írsk- og skosk-gelískra áhrifa.

Dæmi um tökuorð
Dæmi um mannanöfn
Dæmi um örnefni
Remove ads

Tengt efni

Heimildir

  • Guðrún Kvaran. „Er vitað hversu mikil áhrif keltneska hafði á íslensku á landnámstímanum. Eru til dæmis einhver tökuorð úr keltnesku algeng í daglegu máli?“ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2002. Sótt 28. nóvember 2015. http://visindavefur.is/svar.php?id=2661.

Tenglar

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads