Þórður Eyjólfsson
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Þórður Eyjólfsson (1897-1975) var íslenskur lögfræðingur og hæstaréttardómari.
Þórður fæddist þann 4. maí 1897 að Kirkjubóli í Hvítársíðu í Borgarfirði. Hann útskrifaðist með gagnfræðipróf árið 1917 frá Menntaskólanum í Reykjavík og sem stúdent frá sama skóla árið 1920. Hann lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1924. Í kjölfarið var hann fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Reykjavík. Hann stundaði framhaldsnám í Berlín og Kaupmannahöfn á árunum 1928-1929, var prófessor við lagadeild Háskóla Íslands 1934-1935 og dr. jur. frá sama skóla 1934. Þórður var skipaður hæstaréttardómari þann 1. október 1935.[1]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads