1664
ár From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Árið 1664 (MDCLXIV í rómverskum tölum) var 64. ár 17. aldar og hlaupár sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en föstudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Ísland
Ódagsettir atburðir
- Tveir prestar, Helgi Grímsson og Björn Stefánsson, héldu frá Húsafelli til að fresta þess að finna og komast í Þórisdal. Prestahnúkur er nefndur eftir þeim.
- Í desember - Halastjarna sást greinilega á kvöldhimninum á Íslandi.
- Galdramál: Tveimur skólapiltum var vísað úr Skálholtsskóla fyrir meðferð galdrastafa.
Fædd
Dáin
- Benedikt Pálsson - bartskeri, Hólaráðsmaður og klausturhaldari.(f. 1608)
Opinberar aftökur
- Þórður Leifuson/Þórðarson hengdur í Garðahrauni, sunnan Bessastaða í Gullbringusýslu, fyrir meintan þjófnað. Einar Oddsson í Vogum sá um málatilbúnaðinn, sem varð umdeildur á Alþingi árið eftir, þegar Guðrún Þórðardóttir, systir Þórðar, áfrýjaði dauðadómnum.[1]
Remove ads
Erlendis

- 26. febrúar - Alexandre de Prouville de Tracy, skipaður af King Loðvík 14. hélt frá La Rochelle með 1.200 menn og sjö skip til að leggja undir sig lönd í Karíbahafi og Suður-Ameríku. Þeir náðu síðar undir sig landsvæði af Hollendingum sem nú er Franska Gvæjana.
- 12. mars - New Jersey varð nýlenda Englands. Borgin Elizabeth var stofnuð.
- 12. maí - Franska leikskáldið Molière frumsýndi fyrsta leikrit sitt í Versölum.
- 3. júní - Ítalska dagblaðið Gazzetta di Mantova, elsta dagblað heims, kom fyrst út.
- 5. júní - Króatar gáfust upp fyrir Ottómantyrkjum nálægt landamærum Ungverjalands eftir 32 daga umsátur.
- 8. september - Englendingar náðu Nýju Amsterdam á sitt vald og nefndu hana Nýju Jórvík.
Ódagsettir atburðir
- Gautreks saga kom í fyrsta sinn út á prenti í Svíþjóð í útgáfu Vereliusar.
Fædd
Dáin
- 20. febrúar - Corfitz Ulfeldt, danskur ríkishirðstjóri (f. 1606).
- 16. mars - Ívan Vígovskíj, kósakkaleiðtogi.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads