1980

ár From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Árið 1980 (MCMLXXX í rómverskum tölum) var 80. ár 20. aldar og hlaupár sem hófst á þriðjudegi.

Innlendar Fréttir

Janúar

  • 7. janúar – Jón D. Guðmundsson, vélstjóri um borð í varðskipinu Tý, myrðir tvo samstarfsfélaga sína að því virðist alveg upp úr þurru yfir morgunmatnum. Jón kastar sér því næst frá borði og finnst lík hans aldrei. Varðskipið var að fylgjast með loðnuveiði norðaustan við Kolbeinsey þegar atburðurinn gerðist.[1]
  • 9. janúar – Hlaup hefst í Skaftá í annað sinn á fimm mánuðum.[2]
  • 18. janúar – Hitaveitan á Ísafirði er formlega tekin í notkun.[3]

Febrúar

Mars

  • 16. mars – Fjórða hrina Kröfluelda hefst. Þetta eldgos er kallað skrautgos þar sem það stendur stutt en þykir fallegt

Apríl

Maí

Júní

Júlí

Ágúst

September

  • 29. september – Flugvél er flogið til Reykjavíkur frá Færeyjum með mann standandi á þaki vélarinnar, en hann er að reyna að setja heimsmet. Flugið tekur sex klukkustundir.

Október

  • 6. október – Jarðstöðin Skyggnir er tekin í notkun, sem markar fyrsta skipti á Íslandi sem gervihnattasamband næst við útlönd.
  • 18. október – Sjötta lota Kröfluelda hefst og stendur í fimm daga og er þetta jafnframt þriðja lotan á þessu ári.

Nóvember

Desember

Remove ads

Erlendar Fréttir

Janúar

Thumb
Nigel Short á skákmóti í Dortmund 1980
Thumb
Almö brúin í Svíþjóð eftir að MS Star Clipper sigldi á hana 18. janúar
  • 18. janúar – Norska skipið MS Star Clipper siglir á Almö brúnna við eyjuna Tjörn í þykkri þoku með þeim afleiðingum að stór hluti brúarinnar hrynur í sjóinn. Þegar það tekst loks að loka veginum hafa 8 manns látist við að aka fram af brúnni án vitneskju um áreksturinn og afleiðingar hans.[23]
  • 21. janúar
    • Sænska skáldið Sara Lidman hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, fyrst kvenna, fyrir verk sitt Vredens Barn.[24]
    • Iran Air flug 291 með 120 farþega innanborðs hrapar í aðflugi að Mehrabad-flugvelli við Teheran vegna slæmra veðurskylirða. Allir farþegar farast ásamt öllum 8 áhafnarmeðlimum.[25]
  • 22. janúar
    • Sovéski nóbelsverðlaunahafinn Andrei Sakarov og kona hans, Yelena Bonner, eru handtekin í Moskvu fyrir mótmæli Andrei gagnvart innrás Sovétmanna í Afganistan. Hann er í kjölfarið sviftur öllum orðum og viðurkenningum sem hann hefur hlotið vegna andsovésks áróðurs.[26] Hjónin eru send í útlegð til borgarinnar Gorky, þar sem þau dvelja næstu 6 árin.
    • Minnst 222 tína lífi sínu þegar áhorfendapallar hrynja við nautaatshring í borginni Sincalejo í Kólumbíu.[27]
  • 23. janúar – Farþegarúta með 54 manns innanborðs, flest eldri borgarar, rennur til á ísilögðum vegi í Vestur-Þýskalandi og hafnar á hvolfi. 12 manns láta lífið.[28]
  • 25. janúar – Fyrrum forseti Suður-Kóreu, Yun Po-Sumn, er dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir mótmælaaðgerðir sem hann stóð fyrir í desember 1979.[29]
  • 26. janúarÍsrael og Egyptaland taka upp stjórnmálasamband.
  • 27. janúar – Sex bandarískum diplómötum tókst að flýja Teheran með aðstoð kanadíska sendiráðsins. Þetta tekst þeim með því að þykjast vera hluti af sendiráðinu.[30] Árið 2012 framleiðir Ben Affleck kvikmyndina Argo um þessa þrekraun ásamt því að leika eitt aðalhlutverkanna.
  • 29. janúar – Árekstur tveggja skipa í mynni Tampaflóa verður 23 manns að bana þegar akkeri olíuskipsins Capricorn festist í strandgæsluskipinu Blackthorn, með þeim afleiðingum að Blackthorn brotnar í tvennt. Þetta er fyrsta af tveimur mannskæðum slysum í flóanum þetta vor.[31]
  • 31. janúarBorgarastyrjöldin í Gvatemala: Lögregla ræðst inn í spænska sendiráðið í Gvatemalaborg, þar sem mótmælendur hafast við, brenna það og myrða 36 manns. Spænski sendiherrann sleppur naumlega með því að skríða út um glugga.

Febrúar

Thumb
Keppni í norrænum greinum á Vetrarólympíuleikunum 1980

Mars

  • 3. marsPierre Trudeau verður forsætisráðherra Kanada.
  • 4. marsRobert Mugabe er kjörinn forsætisráðherra Simbabve.
  • 6. marsMarguerite Yourcenar er fyrst kvenna til að fá inngöngu í frönsku akademíuna.
  • 8. mars – Fyrsta rokkhátíðin í Sovétríkjunum hefst í Tbilisi.
  • 14. marsLOT flug 7 ferst á Varsjárflugvelli. 87 láta lífið, þar á meðal fjórtán manna hnefaleikalið frá Bandaríkjunum.
  • 22. marsDýravelferðarsamtökin PETA eru stofnuð í Bandaríkjunum.
  • 25. mars – Erkibiskupinn Óscar Romero er skotinn til bana af byssumönnum á meðan hann syngur í messu í San Salvador.
  • 27. marsNorski olíuborpallurinn Alexander L. Kielland brotnar og sekkur í Norðursjó. 123 af 212 manna áhöfn borpallsins farast í hamförunum.
  • 28. mars – Grafhvelfing frá fyrstu öld er uppgötvuð í úthverfi Jerúsalem. Inní hinni svokölluðu Talpiot-gröf finnast gripir sem virðast tengjast Jesú Krist.

Apríl

Maí

Thumb
Eldgosið í St Helens

Júní

Júlí

Thumb
Frá opnunarhátíð ólympíuleikanna í Moskvu.

Ágúst

Thumb
Lestarstöðin í Bologna eftir sprenginguna.
  • 7. ágústPólskir hafnarverkamenn hefja röð verkfalla í slippnum í Gdansk undir forystu Lech Wałęsa.
  • 19. ágúst – Yfir 300 manns láta lífið eftir að eldur kviknar í Saudia flugi 163 á leið frá Karatsí til Jedda. Þrátt fyrir að áhöfninni tekst að nauðlenda á flugvellinum í Ríad deyja allir um borð úr reykeitrun áður en hægt er að rýma flugvélina. Óljóst er hvers vegna vélin er ekki rýmd, en 23 mínútum eftir að vélin lendir blossar skyndilega upp gríðarmikill eldur sem dreifir úr sér um alla vélina á augabragði.
  • 25. ágústMicrosoft kynnir sína útgáfu af Unix stýrikerfinu, Xenix.
  • 31. ágúst – Pólska stjórnin gefur eftir og heimilar stofnun Samstöðu, fyrstu frjálsu verkalýðssamtakanna í Sovétblokkinni.

September

Október

  • 10. október
    • Yfir 2.600 manns láta lífið í Alsír þegar jarðskjálfti leggur bæinn El Asnam í rúst. Hann er síðar endurbyggður sem Chlef.
    • Margaret Thatcher heldur fræga ræðu þar sem hún klykkir út með orðunum „The lady is not for turning“.
  • 11. októberFMLN samtökin eru stofnuð í El Salvador.
  • 14. október – Þúsundir starfsmanna ítalska bílaframleiðandans FIAT fara í kröfugöngu gegn mánaðalangri vinnustöðvun verkalýðsfélaganna, sem láta undan og samþykkja samninga sem koma fyrirtækinu vel.
  • 23. október – Forsætisráðherra Sovétríkjanna, Aleksej Kosygin segir af sér og Nikolaj Tikonov tekur við.

Nóvember

Thumb
Ronald og Nancy Reagan í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum.

Desember

Remove ads

Fædd

Thumb
Christina Ricci
Thumb
Channing Tatum
Thumb
Alexander Petersson
Thumb
Kim Kardashian
Remove ads

Dáin

Thumb
Alfred Hitchcock
Remove ads

Nóbelsverðlaunin

Heimildaskrá

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads