AEK Aþena

knattspyrnufélag í Grikklandi From Wikipedia, the free encyclopedia

AEK Aþena
Remove ads

AEK Aþena (Athlitiki Enosi Konstantinopouleos) er grískt knattspyrnulið frá Nea Filadelfiu í Aþenu. Félagið var stofnað áið 1924 í Aþenu af fólki sem hafði flutt frá Istanbúl þá Konstantínópel, stuttu eftir grísk/tyrkneska stríðið, sem í Grikkalandi er nefnt "Η μεγάλη καταστροφή", sem þýðir "stóra katastrófan". AEK Aþena er það félag í Grikklandi, sem hefur unnið flesta meistaratitla, þeir hafa unnið 12 meistaratitla og 15 bikarmeistaratitla. Litir félagsins eru gult og svart. Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Grétarsson léku með liðinu um tíma. Arnar var einnig yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu um tíma.

Staðreyndir strax Gælunafn/nöfn, Stytt nafn ...
Remove ads

Heimavöllur

Heimavöllur AEK Aþenu heitir Nikos Goumas og var byggður árið 1930. Svæðið sem völlurinn var byggður á var upphaflega ætlað til að byggja húsnæði fyrir flóttamenn sem komu úr grísk/tyrkneska stríðinu. Svæðið var síðar útbúið sem æfingasvæði og að lokum var byggður þar leikvangur. AEK Aþena spilaði heimaleiki sína á vellinum til ársins 1999. Núverandi heimavöllur liðsins er kallaður Agia Sophia eða OPAP völlurinn og rúmar um 32 þúsund manns. Byggingu hans lauk árið 2021.

Remove ads

Titlar

AEK Aþena er eitt sigursælusta lið Grikklands. AEK hefur unnið 33 titla; 13 gríska úrvalsdeildartitla, 16 gríska bikartitla, 3 gríska ofurbikara og 1 titil úr neðri deild. Olympiacos og Panathinaikos eru einu liðin með fleiri titla heldur en AEK. Þrátt fyrir að vera ekki sigursælasta liðið á Grikklandi hafa þeir náð bestum árángri grískra liða í Evrópukeppnum UEFA. Liðið náði bestum árangri tímabilið 1968-1969 þegar það komst í 8 liða úrslit Evrópukeppni meistaraliða sem heitir í dag Meistaradeildin.

Innanlandstitlar[1]
  • Gríska úrvalsdeildin: 13
1939, 1940, 1963, 1968, 1971, 1978, 1979, 1989, 1992, 1993, 1994, 2018, 2023
  • Gríska bikarkeppnin: 16
1932, 1939, 1949, 1950, 1956, 1964, 1966, 1978, 1983, 1996, 1997, 2000, 2002, 2011, 2016, 2023
  • Gríski Ofurbikarinn: 2
1989, 1996[2]
  • Gríski deildarbirkarinn: 1
1990
Alþjóðlegar keppnir
Remove ads

Stuðningsmenn

Stuðningsmannahópur AEK Aþenu heitir Original 21, stofnaður árið 1982 og er vel þekktur í Evrópu. Stjórnendur AEK hafa jafnan tekið tillit til skoðana Original 21 þegar kemur að ákvarðanatökum er varða liðið.[3]

Þekktir leikmenn

  • Fáni Grikklands Angelos Basinas, Traianos Dellas, Theodoros Zagorakis, Demis Nikolaidis, Michalis Kapsis, Sotiris Kyrgiakos, Sokratis Papastathopoulos, Kostas Katsouranis, Vasilis Tsiartas, Toni Savevski, Thomas Mavros, Mimis Papaiouanou
  • Fáni Portúgals Bruno Alves
  • Fáni Brasilíu Paolo Assuncao, Rivaldo
  • Fáni Spánar Juanfran
  • Fáni Argentínu Ignacio Scocco
  • Fáni Paragvæ Carlos Gamara
  • Fáni Íslands Arnar Grétarsson, Eiður Smári Guðjohnsen
  • Fáni Finnlands Perparim Hetemaj
  • Fáni Bandaríkjana Frank Klopas
  • Fáni Kýpur Simos Krassas, Giorgos Savvidis, Giorgos Tofas, Ioannis Okkas, Panikos Krystallis
  • Fáni Hollands Michel Kreek


Remove ads

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads