Broddhlynur

From Wikipedia, the free encyclopedia

Broddhlynur
Remove ads

Broddhlynur (fræðiheiti: Acer platanoides) er krónumikið einstofna lauftré af ættkvísl hlyna (acer). Útbreiðsla þess er í Evrópu (allt norður til Tromsö) og suðaustur til Tyrklands og Írans. Hæð broddhlyns nær 20-30 metrum og aldur hans allt að 250 ár. Börkurinn verður grófur og skorinn með aldri og rætur eru grunnlægar. Haustlitur er yfirleitt gulur.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tvínefni ...
Thumb
Blóm broddhlyns.
Thumb
Broddhlynir í Saarbrücken, Þýskalandi.

Broddhlynur hefur verið notaður sem götutré í Norður-Ameríku og hefur verið notaður þar frá 18. öld. Hann er í sumum ríkjum flokkaður sem ágeng tegund.

Lítið hefur verið gróðursett af trénu á Íslandi en því hættir við haustkali. Fimmtugur broddhlynur í Hveragerði var valinn tré ársins árið 2003 [2]

Remove ads

Tenglar

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads