Aflátsbréf

From Wikipedia, the free encyclopedia

Aflátsbréf
Remove ads

Aflátsbréf voru vottorð sem sölumenn páfa seldu til að fjármagna framkvæmdir í Róm. Aflátsbréf áttu að tryggja þeim sem keypti afslátt frá hreinsunareldi eftir dauða. Fyrsta prentaða skjalið úr prentsmiðju Gutenbergs var aflátsbréf. Gagnrýni á sölu aflátsbréfa var lykilatriði í siðbótarhreyfingum. Algengt er að miða upphaf siðbótarinnar við mótmæli Marteins Lúthers við sölu aflátsbréfa kirkjunnar. Þessi bréf voru seld um alla Evrópu til að fjármagna byggingu Péturskirkjunnar í Róm. Sala aflátsbréfa hófst í Þýskalandi árið 1516 og það var munkurinn Jóhannes Tetzel sem sá um sölu þeirra.

Thumb
Viðarrista frá 1510 þar sem sala aflátsbréfa er sýnd sem ein af þremur ástæðum verðbólgu
Thumb
Páfinn sýndur sem Anti-Kristur við aflátssölu í riti Lúthers frá 1521
Thumb
Samtímamynd af aflátssalanum Jóhann Tezel
Thumb
Aflátsbréf frá um 1430
Remove ads

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads