Afstæðishyggja
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Afstæðishyggja er hver sú kenning og sérhvert viðhorf sem kveður á um að eitthvað sé afstætt við eitthvað annað eða velti á einhverju öðru. Til dæmis telja sumir afstæðishyggjumenn að siðferðið sé afstætt við samfélag og tíma, þannig að það sem er siðferðilega rétt eða rangt velti á því hvaða samfélag er miðað við og hvaða tímabil er miðað við. Stundum vísar afstæðishyggja til afstæðishyggju um sannleikann, þ.e. til þess viðhorfs að sannleikurinn sé afstæður við einhvern tilvísunarramma, t.d. tungumál, menningu eða einstaklinginn.
Remove ads
Tengt efni
- Menningarleg afstæðishyggja
- Sjálfdæmishyggja
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads