Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna

From Wikipedia, the free encyclopedia

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna
Remove ads

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna er ein af sextán helstu stofnunum Sameinuðu þjóðanna (S.þ.), þar hafa öll aðildarríki jafnan rétt. Hlutverk allsherjarþingsins, sem er skilgreint í kafla fjögur í Stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, er að: ákveða fjárútlát fyrir S.þ., kjósa hina tíu meðlimi Öryggisráðsins sem ekki hafa fastasæti, fara yfir skýrslur frá öðrum undirstofnunum S.þ. og samþykkja ályktanir.

Thumb
Allsherjarþing S.þ. að störfum.

Allsherjarþingið kemur saman einu sinni á ári. Þingið hefst þriðja þriðjudag í september og varir fram í desember. Sérstök þing er hægt að halda á öðrum tímum ársins og neyðarfundi eftir því sem þörf krefur. Þinginu stýrir forseti, sem kosinn er af aðildarríkjunum á ný á hverju ári, eða aðalritari S.þ.

Þegar kemur að þýðingarmiklum málum, það er málum sem varða: heimsfrið og öryggi, kosningu til öryggisráðsins, kosning meðlima í efnahags- og félagsmálaráðið, inntaka nýrra meðlima í S.þ, afnám til bráðabirgða á réttindum og sérréttindum, sem fylgja þátttöku, brottrekstur meðlima og mál varðandi fjárhagsáætlanir þarf ⅔ hluta atkvæða til samþykkis tillögu. Eins og áður hefur komið fram hefur hvert aðildarríki eitt atkvæði. Í öðrum málum nægir meirihluti.

Remove ads

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads