Dauði

From Wikipedia, the free encyclopedia

Dauði
Remove ads

Dauði eða andlát er endalok virkrar starfsemi lifandi veru. Ýmsar skilgreingingar eru til á dauða og þegar ekki er um að ræða læknisfræðileg inngrip fara þær í flestum tilvikum saman. Með tilkomu tækninnar hefur þó skilgreiningin á dauða orðið talsvert flóknari og mikilvægari.

Thumb
Legsteinn yfir gröf í kirkjugarði.

Áður fyrr var oftast miðað við að dauði ætti sér stað þegar hjartsláttur og öndun voru ekki lengur til staðar. Með aðstoð læknisfræðinnar er nú oft hægt að endurræsa hjartað og öndunarfærin, svo nú eru þessi einkenni kölluð klínískur dauði.

Í nútímalæknavísindum er því oftast notað hugtakið heiladauði, sem er samsett mæling á því hvort heilastarfsemi er endanlega hætt og útilokað að koma henni af stað aftur.

Þegar allar lífverur af einhveri tegund deyja er talað um útdauða.

Remove ads

Greining

Merki dauða

Þegar dýr með jafnheitt blóð deyr gefa eftirfarandi merki til kynna að það sé dáið:[1]

  • Öndunarstopp: engin merki um öndun.
  • Hjartastopp: engin merki um hjartslátt.
  • Heiladauði: engin merki um taugavirkni.

Þegar dauði hefur átt sér stað gengur líkið í gegnum eftirfarandi stig:[2]

  • Náfölvi (pallor mortis) birtist 15-120 mínútum eftir andlátið.
  • Líkkólnun (algor mortis) á sér stað yfir langan tíma þar til hitinn nær umhverfishita.
  • Dauðastjarfi (rigor mortis) þar sem útlimir stífna og erfitt verður að hreyfa þá.
  • Líkblettir (livor mortis) birtast þar sem blóð safnast fyrir í neðri hluta líksins.
  • Úldnun hefst þegar örverur taka að brjóta vefi líkamans niður.
  • Rotnun felur í sér upplausn líksins.
  • Flensun þar sem allir vefir líkamans hafa leyst upp og aðeins beinagrindin er eftir.
  • Steingerving þar sem úrfelling steinefna myndar mót af beinunum á löngum tíma.
Thumb
Tímalína sem lýsir breytingum á mannslíkamanum eftir dauða.
Remove ads

Tilvísanir

Tengt efni

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads