Anholt

From Wikipedia, the free encyclopedia

Anholt
Remove ads

Anholt er eyja sem liggur milli Danmerkur og Svíþjóðar. Eyjan er í Kattegat og flatarmál hennar er 22,37 km². Hún er 11 km löng og um 6 km breið þar sem hún er breiðust. Árið 2016 bjuggu 145 manns í Anholt allt árið og eru þeir flestir búsettir í þorpinu Anholt By sem liggur inni í landi. Þar er einnig skólinn á eyjunni, um 3 km frá höfninni. Árlega heimsækja um 60.000 ferðamenn eyjuna, flestir að sumarlagi og er ferðaþjónusta aðalatvinnugreinin. Mörg sumarhús (300-400) eru á eyjunni.

Thumb
Kort af Danmörku og hafinu. Rauður litur markar hvar Anholt liggur.
Thumb
Gamli vitinn við strönd Anholt
Thumb
Loftmynd.
Remove ads

Landslag

Thumb
Eyðimörkin

Vesturhluti Anholt einkennist af jökulgörðum. Þorpið er mitt á meðal þeirra, en höfnin, sem byggð var 1902, er á norðvesturodda eyjunnar. Austurhluti eyjunnar er þekktur undir nafninu Ørkenen eða Eyðimörkin. Eyðilandið þar er eitt stærsta af sinni gerð í Norður-Evrópu. Gróðurleysið þar stafar af skógareyðingu, þar voru áður skógar en er nú lyngheiði með fléttum. Reynt er að vernda þetta sérstaka landslag og árin 1995-1996 voru innfluttar fjallafurur fjarlægðar á stóru svæði á suðurhluta eyjunnar.

Á Totten sem er austuroddi eyjunnar er eitt stærsta selalátur við Danmörku. Sá hluti eyjunnar er lokaður ferðamönnum.


Remove ads

Heimild

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads