Arabíska

tungumál From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Arabíska (arabíska: العربية al-ʿarabiyyah; IPA: /al ʕaraˈbijːa/, eða عَرَبِيّ ʿarabīy, borið fram /ˈʕarabiː/ eða /ʕaraˈbij/) er semískt tungumál sem er upprunið á Arabíuskaganum, en breiddist yfir stærra svæði með útbreiðslu íslams og er nú talað víðast hvar alla leið frá Marokkó til Íraks. Arabíska er eitt helsta sameiningartákn fólks sem í dag kalla sig Araba sem eru mun fleiri en íbúar Arabíuskagans.

Staðreyndir strax Arabíska العربية Arabiyya, Opinber staða ...
Staðreyndir strax

Arabísku má skipta í þrennt, klassíska arabísku (mál Kóransins), staðlaða nútímaarabísku sem er dregin af klassískri arabísku, og talaða arabísku sem til eru fjölmörg afbrigði af. Stöðluð nútímaarabíska er notuð í formlegu máli af flestum fjölmiðlum og í bókum nær alls staðar þar sem arabíska er töluð. Töluð arabíska skiptist hins vegar í margar mállýskur sem talaðar eru þvert yfir svæðið. Þær eru mjög misjafnar og skiljast jafnvel ekki af þeim sem tala aðrar mállýskur.

Arabíska er þriðja útbreiddasta opinbera málið (á eftir ensku og frönsku).[1] Hún er líka eitt af sex opinberum málum Sameinuðu þjóðanna,[2] og helgisiðamál í íslam.[3] Arabíska er víða kennd í háskólum og er notuð í mismiklum mæli á vinnustöðum, stjórnsýslu og fjölmiðlum.[3] Á miðöldum var arabíska eitt helsta tungumál vísinda, menningar og lista. Vegna þess eru ýmis tökuorð úr arabísku í Evrópumálum. Áhrifa frá arabísku gætir meðal annars í spænsku, sikileysku, katalónsku og portúgölsku, vegna áhrifa málsins á tímum Al-Andalus. Maltneska er semískt mál sem þróaðist úr arabískri mállýsku, en er ritað með latínuletri.[4] Balkanmálin, einkum albanska, gríska, serbókróatíska og búlgarska, hafa líka mörg tökuorð úr arabísku, aðallega vegna áhrifa ottómanatyrknesku.

Í gegnum söguna hefur arabíska haft áhrif á önnur mál víða um heim, sérstaklega þar sem íslam er ríkjandi trúarbrögð, og í löndum sem múslimar lögðu undir sig. Þau mál sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum eru persneska, tyrkneska, hindí og úrdú,[5] kasmírska, kúrdíska, bosníska, kasakska, bengalska, malasíska og indónesíska, maldívska, pastúnska, púnjabíska, albanska, armenska, aserska, sikileyska, spænska, gríska, búlgarska, tagalog, sindhi, ódíska,[6] hebreska, og Afríkumálin hausa, amharíska, tígrinja, sómalska, tamazight og svahílí. Arabíska hefur líka fengið tökuorð úr öðrum málum, eins og arameísku, persnesku, grísku, latínu, og síðar úr tyrknesku, ensku, frönsku og ítölsku.

Arabíska er töluð af allt að 380 milljónum manna, bæði sem fyrsta mál og seinna mál, í Arabaheiminum,[7] sem gerir hana að fimmta stærsta máli heims eftir fjölda málhafa[8] og fjórða mest notaða máli Internetsins.[9][10] Arabíska er líka helgisiðamál yfir 2 milljarða múslima.[2] Árið 2011 taldi Bloomberg Businessweek arabísku vera fjórða gagnlegasta viðskiptamálið, á eftir ensku, mandarín og frönsku.[11] Arabíska er rituð með arabísku letri, samhljóðaletri sem er skrifað frá hægri til vinstri.

Remove ads

Ritmál

Arabíska er skrifuð frá hægri til vinstri með arabísku letri. Til dæmis er orðið „arabíska“ skrifað svona á arabísku: العربية. Arabískt letur er afkomandi nabateísks leturs sem var notað til að skrifa arameísku.[12]

Málfræði

Í arabísku er enginn óákveðinn greinir en ákveðni greinirinn er -al. Í talmálinu fellur ellið í ákveðna greininum oft brott en það er ætíð ritað.

Arabíska hefur tvö málfræðileg kyn, karlkyn og kvenkyn. Lýsingarorð eru eftirsett og beygjast eftir kyni og tölu. Fleirtölusetning nafnorða er almennt óregluleg í karlkyni en regluleg í kvenkyni. Tíu prósent karkyns nafnorða taka viðskeytið -ún í fleirtölu svo sem Múdarres („kennari“) - Múdarresún, Múhamí („lögmaður“) - Múhaníún, Múhandis („verkfræðingur“) - Múhandisún. Kvenkyns nafnorð taka almennt viðskeytið -at í fleirtölu. Sagnorð beygjast í persónum, tölum og kynjum. Sögnin „að vera“ er ekki til í nútið framsöguháttar þó hana mætti finna í fornmálinu. Þannig þýðir nahnú múslimí „við erum múslimar“.

Í arabísku beygjast sagnorð í þremur tölum: eintölu, fleirtölu og tvítölu.

Persónufornafn annarrar persónu beygist eftir kynjum. T. d. er „þú" ka, þegar talað er við karlmann, ft. kum, en í kvk. er „þú" ki og í ft. kunna.

Remove ads

Tölur

Þeir tölustafir (0 1 2 3 4 5 6 7 8 9) og það talnakerfi sem nú er notað um allan heim kom til Evrópu í gegnum arabísku og eru tölurnar því gjarnan kallaðar arabískar tölur. Í reynd eru þær upprunnar frá Indlandi og í arabísku eru tölurnar einmitt kallaðar „indverskar tölur“. Arabíska er rituð frá hægri til vinstri líkt og hebreska, en tölur eru aftur á móti ritaðar frá vinstri til hægri.

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads