Austurland
landshluti á Íslandi From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Austurland er það landsvæði á Íslandi sem nær frá Langanesi að Eystrahorni. Að norðanverðu eru Bakkaflói og Héraðsflói, þar sem Jökulsá á Brú og Lagarfljót renna út í sjó, en síðan koma Fljótsdalshérað og Austfirðir.
Lögformleg skilgreining á þvi hvaða svæði landsins telst til Austurlands hefur verið dálítið á reki í gegnum tíðina. Árið 1999 var hinsvegar skorið úr um að sveitarfélagið Hornafjörður er á Suðurlandi.
Á Austurlandi eru fjögur sveitarfélög: Vopnafjarðarhreppur, Múlaþing, Fljótsdalshreppur og Fjarðabyggð.
Frá 1959 til 2003 var Austurland eitt kjördæmi og þingmenn Austurlandskjördæmis, þingmenn Austurlands. Frá árinu 2003 hefur Austurland tilheyrt Norðausturkjördæmi.
Remove ads
Sveitarfélög
Remove ads
Mannfjöldi
Íbúar voru 11.217 manns árið 2025.[2]
Remove ads
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
