Avignon

sveitarfélag í Frakklandi From Wikipedia, the free encyclopedia

Avignon
Remove ads

Avignon er borg í suðausturhluta Frakklands í umdæminu Vaucluse á bökkum Rónar. Íbúar voru um 94 þúsund árið 2017. Borgin er einkum þekkt sem Páfastóll frá 1309 til 1377. Borgin var hluti af Páfaríkinu til 1791 þegar hún varð hluti af Frakklandi. Hún er ein af fáum borgum í Frakklandi þar sem borgarmúrarnir frá miðöldum hafa varðveist. Í miðborginni eru páfahöllin, Palais des Papes, Dómkirkjan í Avignon og það sem eftir er af Saint-Bénézet-brú. Þessir þrír minjastaðir eru hluti af heimsminjaskrá UNESCO.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Thumb
Palais des Papes í Avignon.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads