Benedikt Gíslason

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Benedikt Gíslason (f. 1974)[1] er íslenskur verkfræðingur og hefur verið bankastjóri Arion banka frá júlí 2019.

Benedikt lauk C.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1998[1] og hefur starfað víða í fjármálageiranum. Hann hefur m.a. starfað hjá Fjárfestingabanka atvinnulífsins (FBA) og síðar Íslandsbanka. Hann gegndi stjórnunarstörfum hjá Straumi-Burðarás og var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá FL Group og framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs MP banka.[2]

Benedikt var um tíma aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og síðar efnahagsráðgjafi hans. Hann var varaformaður starfshóps stjórnvalda um afnám fjármagnshafta á árunum 2013-2016. Bendedikt hefur einnig sinnt stundakennslu við Verslunarskóla Íslands, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.[3]

Benedikt sat í stjórn Kaupþings á árunum 2016-2018 og var ráðgjafi Kaupþings í málefnum Arion banka. Hann tók sæti í stjórn Arion banka í september 2018 og var í stjórn bankans þar til hann tók við starfi bankastjóra í júlí 2019. Nokkru síðar var tilkynnt um viðamiklar skipulagsbreytingar í bankanum og var m.a. um 100 manns sagt upp störfum í lok september.[4]

Benedikt er kvæntur Ragnheiði Ástu Guðnadóttur næringarfræðingi og eiga þau fjögur börn.[3]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads