Bundesamt für Verfassungsschutz
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Sambandsstofnun til verndar stjórnarskrárinnar (þýska: Bundesamt für Verfassungsschutz; skammstafað BfV) er stofnun Sambandslýðveldisins Þýskalands sem hefur það að aðalverkefni að safna og greina upplýsingar um aðgerðir gegn „frjálsu lýðræðislegu grundvallarskipulagi Þýskalands“ og gagnnjósnum.[1] Stofnunin hefur heimild til að nota „leyniþjónustulega upplýsingaöflun“,[2] en hefur ekkert lögregluvald.

Ásamt þýsku utanríkisleyniþjónustunni (Bundesnachrichtendienst; BND) og gagnnjósnaþjónustu hersins (Militärischer Abschirmdienst; MAD) er BfV ein af þremur leyniþjónustum Þýskalands.
BfV tilheyrir innanríkisráðuneyti Þýskalands (BMI). Ráðuneytið hefur tæknilegt eftirlit með stofnuninni undir forystu forseta BfV. Skyldur og heimildir stofunnarinnar, sem og samstarf við stofananir sambandslandanna til verndar stjórnarskrárinnar (Landesämter für Verfassungsschutz; LfV), byggjast á sambandslögum um vernd stjórnarskrárinnar.
Remove ads
Samtök sem BfV fylgist með
Dæmi um hópa fólks sem hefur verið eða er verið að fylgjast með af BfV eru meðal annars:
- Fólk frá samtökum sem tengjast öfgahægrisamtökum, svo sem Valkosti fyrir Þýskaland, Þjóðarlýðræðisflokknum, Þýsku röddinni, Hægrinu, Þriðju leiðinni, Neðanjarðarhreyfingu þjóðernissósíalista, Þjóðarfylkingunni eða þeim sem tengjast þeim náið.
- Fólk frá öfgavinstriflokkum og -samtökum, t.d. Kommúnistaflokki Þýskalands, Þýska kommúnistaflokknum, Marx-lenínistaflokki Þýskalands, Rauðu herdeildinni, Frjálsum æskulýð Þýskalands, TKP/ML, Frjálsu sambandi verkamanna- og kvenna og fleiri.
- Íslamsk bókstafstrúarsamtök eins og til dæmis Kalífaríkið, Millî Görüş, ISIS, al-Kaída, Hamas, jíhadistasamtök, Tyrkneska Hezbollah, Bræðralag múslima og fleiri.
- Einstaklingar frá Verkalýðsflokki Kúrda (PKK) og tyrkneskum öfgahægrihópum eins og Gráu úlfunum og öðrum öfgahópum.
- Netárásarhópar.
- Leyniþjónustur Rússneska sambandsríkisins, Alþýðulýðveldisins Kína, Íslamska lýðveldisins Írans, Tyrklands og annarra ríkja sem eru virk í Þýskalandi.
- Vísindakirkjan.
- Stjórnmálamenn fyrrverandi Austur-Þýskalands og annarra sósíalískra ríkja.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads