Blaðgræna
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Blaðgræna er hópur grænna litarefna sem finnast í blágrænum bakteríum og í grænukornum þörunga og plantna.[1] Blaðgræna er nauðsynlegt litarefni við ljóstillífun, ferlið sem gerir plöntum kleift að taka upp orku frá ljósi.
Blaðgræna á mismunandi skala
Smásjármynd af plöntufrumum þar sem grænukornin sjást sem grænar kúlur.
Blaðgræna gleypir best blátt- og rautt ljós.[2] Hún gleypir hins vegar lítið af grænu ljósi og því endurkastast það af blaðgrænunni og veldur því að við sjáum blaðgrænu sem græna á litinn. Tvær megingerðir af blaðgrænu er að finna í ljóskerfum grænna plantna: blaðgrænu a og blaðgrænu b.[3]
Á haustin draga plöntur næringu úr blaðgrænu í rætur og geta lauf misst græna lit sinn.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads