Sjónskerðing

From Wikipedia, the free encyclopedia

Sjónskerðing
Remove ads

Sjónskerðing er skortur á sjónskerpu á betra auga einstaklings þannig að hann á erfitt með daglegt líf ef ekki kæmu til læknismeðferð eða hjálpartæki. Nærsýni, fjærsýni eða sjónskekkja sem hægt er að leiðrétta með hefðbundnum gleraugum teljast ekki sjónskerðing. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin skilgreinir sjónskerðingu sem minni sjón en 6/18 (33%) á betra auga og blindu sem minni sjón en 3/60 (5%) á betra auga. Stofnunin skilgreinir sex flokka þar sem flokkur 0 er engin eða væg sjónskerðing, flokkur 1 er lítilsháttar sjónskerðing (minna en 6/18 en meira en 6/60), flokkur 2 er mikil sjónskerðing (minni sjón en 6/60 en meiri en 3/60) og flokkar 3, 4 og 5 eru mismikil blinda. Samkvæmt íslenskum lögum er sjónskerðing skilgreind sem minni en 30% sjón á betra auga en blinda sem minna en 5% sjón á betra auga.[1]

Thumb
Samanbrotinn blindrastafur.

Ástæður sjónskerðingar geta verið af lífeðlis- eða taugafræðilegum toga. Algengustu ástæður sjónskerðingar eru ljósbrotsgalli (43%), drer (33%) og gláka (2%).[2]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads