Botnsá

From Wikipedia, the free encyclopedia

Botnsá
Remove ads

Botnsá er á í Hvalfjarðarsveit. Hún er affall úr Hvalvatni og myndar fossinn Glym rétt vestan Hvalfells. Hún kemur niður í Botnsdal og fellur í Botnsvog í Hvalfirði. Þar er skógi vaxið land.

Thumb
Botnsá.

Meðan enn voru sýslur í gildi markaði hún skil Borgarfjarðarsýslu og Kjósarsýslu. Í upphafi Þjóðveldisaldar skildi Hvítá í Borgarfirði að Sunnlendingafjórðung og Vestfirðingafjórðung, en á 13. öld voru fjórðungamörkin flutt að Botnsá.

Upprunahæð Botnsár er 378 m og lengd er 9 km.

Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads