Brúðubíllinn

brúðuleikhús á Íslandi From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Brúðubíllinn er brúðuleikhús undir stjórn Harðar Bent Steffensen sem hefur aðsetur í sendiferðabíl. Brúðleikhúsið setur upp flestar sýningar sínar í görðum og barnaheimilum á höfuðborgarsvæðinu og víðar á Ísland. Sýningar fara aðallega fram að sumri til.

Brúðubíllinn var stofnaður árið 1976 af Sigríði Hannesdóttur og Jóni E. Guðmunds­syni. Upphaf hans má rekja allt aftur til ársins 1968 þegar Leikbrúðuland Jónsvar stofnað.[1] Þegar Jón sagði skilið við Brúðubíl­inn í kringum 1980 kom Helga Stef­fen­sen í stað hans.[2] Hörður Bent Steffensen tók við stjórn Brúðubílsins árið 2025, en þá voru liðin fimm ár frá því að Helga Steffensen hætti rekstri hans.[3]

Sýningar eru í júní og júlí á hverju ári og hvortveggja mánuðinn eru frumsýnd leikrit. Þekktasta brúðan er Lilli sem var ásamt Helgu umsjónarmaður Stundarinnar okkar á árunum 1987-1994.

Remove ads

Tengill

  • Brúðubíllinn Geymt 25 júlí 2009 í Wayback Machine
  • Glatkistan
  • „Saga Brúðubílsins“. Sótt 4. ágúst 2009.

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads