Breska Indland

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Breska Indland er samheiti yfir héruð á Indlandsskaga sem voru undir stjórn Breta frá upphafi 17. aldar til 1947. Saga Breska Indlands skiptist í þrjú tímabil:

  • Breska Austur-Indíafélagið setti upp fjölda verslunarstaða (faktoría) á strönd Indlandsskagans frá 1612 til 1757, í samkeppni við Hollenska Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið. Um miðja 18. öld voru þrír þessara staða, Madras, Bombay og Kalkútta, orðnir að stórum borgum.
  • Félagsræði á Indlandi hófst þegar Breska Austur-Indíafélagið vann sigur á furstanum af Bengal í orrustunni um Plassey 23. júní 1757. Þar með hóf félagið landvinninga sem leiddu til þess að stórir hlutar Indlandsskagans voru undir stjórn þess árið 1857.
  • Uppreisnin á Indlandi 1857 hófst vegna óánægju íbúa með stjórn félagsins. Breski herinn náði að kveða uppreisnina niður eftir átök sem stóðu í meira en ár. Í kjölfarið var Breska Austur-Indíafélagið leyst upp og Breska Indland gert að krúnunýlendu undir stjórn landstjóra sem fékk titilinn Varakonungur Indlands.
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads