Brian Blessed

From Wikipedia, the free encyclopedia

Brian Blessed
Remove ads

Brian Blessed (f. 9. október 1936 í Mexborough, Yorkshire) er enskur leikari sem er einkum þekktur fyrir hljómmikla rödd. Frægustu hlutverk sem hann hefur leikið eru Ágústus keisari í þáttaröðinni Ég, Kládíus frá 1976, Vultan prins í Flash Gordon frá 1980 og Ríkharður 4. í fyrstu þáttaröð Svörtu nöðrunnar (The Black Adder) frá 1983. Hann hefur oft leikið hlutverk í verkum eftir William Shakespeare bæði á sviði og í kvikmyndum, þar á meðal í fjórum af fimm Shakespeare-myndum Kenneth Branagh. Hann hefur líka fengist við raddleik, meðal annars fyrir Stjörnustríðsmyndina Stjörnustríð: Fyrsti hluti – Ógnvaldurinn frá 1999.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads