COMECON

From Wikipedia, the free encyclopedia

COMECON
Remove ads

Samtök um gagnkvæma efnahagsaðstoð oftast nefnt COMECON á íslensku (úr ensku: Council for Mutual Economic Assistance; rússneska: Совет экономической взаимопомощи, Sovjet ekonomítsjeskoj vsaímopomossji) var efnahagsbandalag kommúnistaríkja á tímum Kalda stríðsins. Bandalagið var stofnað 1949 sem svar Austurblokkarinnar við Efnahags- og framfarastofnuninni sem var stofnuð árið áður. Aðild var lengst af bundin við Sovétríkin og kommúnistaríkin í Austur- og Mið-Evrópu en 1972 fékk Kúba inngöngu og 1978 Víetnam. Önnur kommúnistaríki áttu sum áheyrnarfulltrúa á þingum samtakanna. Eftir byltingarárið 1989 var COMECON varla til nema að nafninu og á síðasta fundi samtakanna 28. júní 1991 var samþykkt að leggja þau niður.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Thumb
Fáni COMECON
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads