Rauðbrystingur

From Wikipedia, the free encyclopedia

Rauðbrystingur
Remove ads

Rauðbrystingur (fræðiheiti: Calidris canutus) er meðalstór strandfugl af snípuætt.

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...
Remove ads

Einkenni

Thumb
Í vetrarbúningi sínum er rauðbrystingurinn frekar litlaus, grár að mestu en brúnn á bakinu.

Lengd: 23 – 25 cm. | Þyngd: 150 gr. | Vænghaf: 67 – 61 cm. | Þessi mál eiga við um undirtegundina islandica sem er fargestur á Íslandi[2]

Rauðbrystingurinn er meðalstór vaðfugl, örlítið þrýstinn og lítið eitt stærri en lóuþræll. Hann er líkur þeim fugli í hegðun nema hvað hann er allur hægari á sér og rólegri. Hann er hálsstuttur og með lítið höfuð og augu, svartan gogg og fremur grannan sem er álíka langur og höfuðið, og stutta svarta fætur. Á veturna er hann grár að mestu en brúnn ofan á baki, og litur kynjanna er svipaður. Í varpbúningi er hann aftur á móti með gráar strípur ofan á höfði og flekki ofan á baki, en annars rauðgulur á höfuð, herðar og bringu en aðeins ljósari á kviðnum. Kynin eru nánast eins en þó er kvenfuglinn ívið ljósari á litinn.

Remove ads

Útbreiðsla

Rauðbrystingur er farfugl og verpir á norðurslóðum í Kanada, Evrópu og Rússlandi. Til eru sex undirtegundir sem hver fyrir sig hefur mismunandi varp- og veturstöðvar. Er rauðbrystingurinn sá strandfugl sem ferðast hve lengst á varpstöðvarnar, fer til dæmis frá syðsta odda Suður-Ameríku til nyrstu heimskautaeyja Kanada. Ekki fara þó allar undirtegundirnar svo langt. Sú þeirra sem kemur við á Íslandi hefur vetursetu við strendur Vestur-Evrópu, aðallega á Bretlandseyjum, og er fargestur á Íslandi, það er stoppar hér aðeins til að næra sig fyrir áframhaldandi ferðalag til norðurhluta Grænlands og Kanada þar sem hann verpir. Fuglinn verpir ekki á Íslandi.

Rauðbrystingar eru mjög félagslyndir og ferðast margir saman, jafnvel svo þúsundum skiptir. Einstaklingar af deilitegundinni islandica, sem kemur við á Íslandi, koma í stórum flokkum frá miðjum apríl og fram í byrjun júní, og eru það um 250–300 þúsund fuglar, eða um 77%[3] af stofnstærðinni. Hinn hluti stofnsins fer um Norður-Noreg. Færri fuglar koma við á haustin, en þá eru þeir á ferðinni frá miðjum júlí og út september. Við fuglatalningar að vetri hafa alltaf fundist nokkrir rauðbrystingar sem hafa haft vetursetu, þó ekki nema 10–50 fuglar.[4]

Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads