Tjarnastör

From Wikipedia, the free encyclopedia

Tjarnastör
Remove ads

Tjarnastör, ljósastör, ljósalykkja eða mjólkurstör (fræðiheiti: Carex rostrata) er stör sem vex víða í Kanada, norðurhluta Bandaríkjanna og á Íslandi. Hún er stórvaxnasta störin sem vex á Íslandi. Strá hennar er gilt og mjúkt. Blöðin eru blágræn. Karlöx tjarnastararinnar eru tvö eða fleiri, með 2-3 leggi og kvenöxin eru lútandi. Axhlífarnar eru móleitar að lit og hulstrin útsperrt og útblásin. Þau ganga fram í langa, tvítennta trjónu. Tjarnastörin vex í tjörnum, síkjum og mýrum. Hún er algeng um allt Ísland.[1]

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tvínefni ...

Á Íslandi var tjarnastörin slegin til fóðurs og var talin ágætt fóður fyrir mjólkurkýr, enda er hún einnig nefnd mjólkurstör. Mergur tjarnastarar er ætur en hann sést vel ef stráið er slitið af við rót. Blöðin eru mjúk og sveigjanleg og voru því oft notuð í undirsængur, sessur eða sem skóleppar.[2]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads