Charles Garvice
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Charles Garvice (24. ágúst 1850 - 1. mars 1920) var afkastamikill breskur rithöfundur sem samdi yfir 150 ástarsögur. Sumar bækur gaf hann út undir dulnefninu Caroline Hart. Hann var „fengsælasti höfundurinn á Bretlandi,“ samkvæmt Arnold Bennett árið 1910. Árið 1914 hafði samtals selst yfir sjö milljónir eintaka af bókunum hans á heimsvísu. Frá 1913 seldust árlega 1,75 milljónir bóka sem hélst við þar til dauðadags. Bækur hans voru þýddar á mörg tungumál, þar á meðal íslensku. Þrátt fyrir þennan árangur fengu bækurnar hans slæmar viðtökur frá gagnrýnendum og eru flestar fallnar í gleymsku.
Remove ads
Ritverk
Charles Garvice skrifaði yfir 150 bækur, af þeim voru 25 skrifaðar undir dulnefninu Caroline Hart. Um það bil 5 bækur hafa verið þýddar á íslensku.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads