Chris O'Donnell
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Chris O'Donnell (fæddur Christopher Eugene O'Donnell, 26. júní 1970) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í NCIS: Los Angeles, Batman Forever og Batman & Robin.
Remove ads
Einkalíf
O'Donnell fæddist í Winnetka, Illinois og er af írskum og þýskum ættum. Hann er yngstur af sjö systkinum og var alinn upp í kaþólskri trú. Stundaði nám við Boston College og útskrifaðist með B.Sc.-gráðu í markaðsfræði. O'Donnell byrjaði sem módel aðeins þrettán ára og kom fram í auglýsingum fyrir McDonalds og á móti Michael Jordan.
O'Donnell giftist Caroline Fentress árið 1997 og saman eiga þau fimm börn.
Remove ads
Ferill
Leikhús
O'Donnell lék í tveimur leikritum árið 2002, The Man Who Had All the Luck og Short Talks on the Universe.
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk O'Donnell var árið 1986 í Jack and Mike. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við: The Practice, Two and a Half Men og Grey's Anatomy. Árið 2009 var O'Donnell boðið aðalhlutverkið í NCIS: Los Angeles sem NCIS alríkisfulltrúinn G. Callen.
Kvikmyndir
Þegar O'Donnell var 17 ára var honum boðið hlutverkið í Men Don't Leave, þar sem hann lék son Jessicu Lange. Lék hann síðan í kvikmyndum á borð við Fried Green Tomatoes, School Ties og Scent of a Woman á móti Al Pacino.
O'Donnell lék D'Artagnan í The Three Musketeers árið 1993, á móti Kiefer Sutherland, Oliver Platt og Charlie Sheen.
Árið 1995 var hann boðið hlutverk Robin í Batman Forever sem hann endurtók í Batman & Robin. Síðan þá hefur komið fram í kvikmyndum á borð við: The Bachelor, Vertical Limit, The Sisters og Max Payne.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Verðlaun og tilnefningar
Blockbuster Entertainment-verðlaunin
- 1998: Verðlaun sem besti aukaleikari í vísindamynda fyrir Batman & Robin.
Chicago Film Critics Association-verðlaunin
- 1993: Verðlaun sem rísandi leikari fyrir Scent of a Woman.
Golden Globes-verðlaunin
- 1993: Tilnefndur sem besti aukaleikari í kvikmynd fyrir Scent of a Woman.
Razzie-verðlaunin
- 1998: Tilnefndur sem versta parið í kvikmynd fyrir Batman & Robin með George Clooney.
- 1998: Tilnefndur sem versti aukaleikari í kvikmynd fyrir Batman & Robin.
- 1994: Tilnefndur sem versti aukaleikari í kvikmynd fyrir The Three Musketeers.
ShoWest Convention
- 1994: Verðlaun sem rísandi stjarna morgundagsins.
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads