Copyleft
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Copyleft er hugtak sem lýsir eiginleika sem algengur er í afnotaleyfum fyrir frjálsan hugbúnað eða önnur frjáls hugverk. Orðið copyleft vísar til enska orðsins fyrir höfundarrétt sem er copyright og er orðaleikur sem byggir á því að right í ensku getur bæði þýtt réttur og hægri. Copyleft er þannig stillt upp sem andstæðu höfundarréttar.

Afnotaleyfi fyrir frjálsan hugbúnað eða önnur hugverk fela í sér að öllum er heimilt að afrita verkið, gera á því breytingar og dreifa því áfram með fáum takmörkunum. Copyleft er ein af þeim takmörkunum sem geta átt við og felur í sér að ef verkinu er breytt á einhvern hátt þá verður að gefa út breytta verkið með sömu skilmálum um frelsi til að afrita, breyta og dreifa.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads