Dýrafjarðargöng
veggöng á Vestfjörðum From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Dýrafjarðargöng eru jarðgöng á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á Vestfjörðum sem opnuð voru 2020.[1] Göngin eru frá Mjólká í Arnarfirði að Dýrafjarðarbrú og eru 5,6 km löng. Sú leið mun stytta Vestfjarðaveg um 27,4 km.[2] Einnig er þessum jarðgöngum ætlað að leysa af veginn um Hrafnseyrarheiði. Göngin munu liggja frá Dröngum í Dýrafirði að Rauðsstöðum í Borgarfirði (Arnarfirði).

Opnað var fyrir tilboð í göngin 24. janúar 2017[3] og skrifað var undir samning um þremur mánuðum síðar þann 20. apríl.[4] Fyrsta skóflustunga var síðan tekin um miðjan maí 2017[5] og var fyrsta jarðgangasprenging gerð 14. september sama ár.[6]
Göngin voru formlega opnuð 25. október 2020[7]
Remove ads
Tilvísanir
Tengt efni
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads