Dýrsfruma

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Dýrsfruma er tegund fruma sem einkennir dýr.

Dýrsfrumur hafa næfurþunna frumuhimnu yst (plöntufrumur hafa frumuhimnu innan við frumuvegg). Hún gegnir því hlutverki að halda  jafnvægi með því að taka inn og hleypa út efnum eftir þörfum. Frumuhimnan er valgegndræp og hleypir þannig inn nauðsynlegum efnum en heldur úti þeim efnum sem eru óþörf eða skaðleg. Frumuhimnan er ótrúlega fullkomin og lætur ekki blekkjast sem dæmi á svipuðum efnum eins og natrínjón og kalínjón, en efnafræðingar sem búnir eru fullkomnustu tækjum eiga fullt í fangi með að greina milli þessara tveggja jóna. Frumuhimnan er ekki í vafa og hleypir natrínjónum út en kalínjónum inn.[1]

Remove ads

Frumulíffæri

Thumb
Dýrafruma: 1) Kjarni; 2) Kjarnakorn; 3) Ríbósóm; 4) Korn; 5) Kornótt frymisnet; 6) Golgiflétta eða frymisflétta; 7) Frymisgrind eða frymisnet; 8) Slétt frymisnet; 9) Hvatberi; 10) Safabóla; 11) Umfrymi; 12) Leysikorn eða leysibólur; 13) Deilikorn; 14) Frumuhimna

Dýrafrumur (sjá mynd[2]) eru heilkjarna frumur, sem þýðir að erfðaefni þeirra er í kjarnanum og önnur frumulíffæri er að finna í umfryminu.

Kjarni

Kjarninn er umkringdur kjarnahimnu og er oftast staðsettur í miðju frumunnar. Kjarninn er stjórnstöð frumunnar og þar er erfðaefni hennar að finna. Í kjarnanum eru kjarnakorn og litningar [1].

Kjarnakorn

Kjarnakorn eru gerð úr próteinum og RNA kjarnasýru [1].

Ríbósóm

Ríbósóm

Frumubóla

Frumubóla

Kornótt frymisnet

Frymisnetið sér um að flytja efni og efnasambönd bæði til og frá frumunni til líffæra hennar. Á kornótta frymisnetinu eru litlar kúlur sem að heita netkorn. Netkornin framleiða prótín sem að berast eftir frymisnetinu út um alla frumuna og stundum útúr henni [1].

Golgiflétta eða frymisflétta

Golgifléttan pakkar próteinum og fitu sem fruman flytur út í seytibólur [1].

Frymisgrind eða frymisnet

Slétt frymisnet

Frymisnetið sér um efnafluttning innan frumunnar.

Hvatberi

Hvatberar eru aðalsmerki heilkjörnunga og kallaðir orkuver frumunnar. Þeir eru gerðir úr tvöfaldri frymishimnu. Ytri himnan er slétt og er utanum hvatberann. Innri himnan er í fellingum og helsta virkni hvatberans fer þar fram. Í miðjunni á hvatberanum matrix sem er seigfljótandi vökvi sem inniheldur ensím, ríbósóm og erfðaefni. Hvatberar brenna fæðu og mynda orku sem notuð er til að viðhalda vefjum lífverunnar [1].

Safabóla

Umfrymi

Vökvinn inni í frumunni nefnist umfrymi. Það er seigfljótandi og er á milli frumulíffæranna.

Leysikorn eða leysibólur

Deilikorn

Deilikorn er að finna rétt fyrir utan kjarnann en þau hjálpa til við frumuskiptingu frumna.

Frumuhimna

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads