Dharma

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Dharmasanskrít: धर्म) eða Dhammapalí: धम्म) er trúarlegt og heimspekilegt hugtak í flestum trúarbrögðum af indverskum uppruna svo sem hindúisma, búddisma og jaínisma. Hugtakið hefur þó mismunandi þýðingu í hinum ýmsu trúarhefðum.

Orðið er upprunnið úr indóevrópsku rótinni dher- sem þýddi að halda fast í eða styðja. Það er meðal annars sama rót í gríska orðinu þronos sem varð throne (hásæti) á ensku.[1]

Í hindúisma er ætíð notað sanskrítarorðið dharma (eða á hindí, eintala daruma, fleirtala darm). Þar er hugtakið notað um:

  • grundvallarlögmál allra hluta, veraldlegra sem andlegra
  • félagslegar og siðferðilegar reglur þjóðfélagsins, þar á meðal stéttaskipting, andlegt og veraldlegt réttarfar.
  • hegðun og skyldur einstaklingsins gagnvart þjóðfélaginu

Búddistar í suður og suðaustur Asíu nota ætíð palíorðið dhamma, búddistar annars staðar nota dharma. Í búddisma er hugtakið notað yfir:

  • kenningar Búdda um eðli tilverunnar og leiðina úr þjáningu lífsins
  • grunneiningar hins áþreifanlega heims
Remove ads

Neðanmálsgreinar

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads