Djákni
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Djákni (úr grísku διάκονος, diakonos) er vígður þjónn kirkjunnar, en munur er á milli kirkjudeilda hvaða skilningur er lagður í vígslu og hlutverk djákna. Hugtakið djákni er líka þekkt í tengslum við söguna Djákninn á Myrká og margir íslenskir hestar bera nafnið Djákni.

Í fornu máli tíðkaðist oftast orðmyndin djákn, sem beygðist: djákn, um djákn, frá djákni, til djákns.
Nú er að jafnaði notuð orðmyndin djákni, sem beygist: djákni, um djákna, frá djákna, til djákna. Beyging orðanna í fleirtölu er eins.
Remove ads
Djákni í þjóðkirkjunni
Innan íslensku þjóðkirkjunnar hafa um 40 manns vígst til starfa sem djáknar hin síðari ár, flestir með B.A. próf úr guðfræðideild Háskóla Íslands.
Johann Hinrich Wichern (1808 – 1881) er gjarnan talinn einn af frumkvöðlum djáknaembættisins eins og það er þekkt innan þjóðkirkjunnar í dag. Wichern sinnti munaðarleysingjum í Hamborg um miðbik nítjándu aldar. Samkvæmt kenningum evangelískrar kirkju fylgir hinn almenni kristni einstaklingur því fordæmi sem Kristur sýndi þegar hann kraup niður, gerðist þjónn og þvoði fætur lærisveinana sinna. Í starfi djáknanna fær þessi þjónusta á sig fasta mynd.
Remove ads
Djákni í Rómversk-kaþólsku kirkjunni
Alla jafna er djákni í Rómversk-kaþólskri kirkju sá sem hefur hlotið fyrstu vígslu og stundar starfsþjálfun sem hluta af sínu prestsnámi og stefnir að því loknu að frekara námi að prestsvígslu. Frá 18. júní 1967 hefur þó verið gert ráð fyrir, að sumir djáknar taki ekki frekari vígslur.[1] Sérstakar námsbrautir hafa verið settar upp fyrir þá. Stundum gegna þeir veraldlegu aðalstarfi. Ýmsir þeirra eru giftir, og fá konur þeirra jafnvel að taka þátt í djáknanáminu til að geta stutt þá í starfi.
Remove ads
Djákni í öðrum, kristilegum söfnuðum
Í Hvítasunnukirkjum og bræðasöfnuðum tíðkast það víða að þeim úr stjórn safnaðanna sem falin eru ákveðin verkefni sé gefið embættisheitið djákni.
Tilvísanir
Heimildir
Tengill
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads