Edik

From Wikipedia, the free encyclopedia

Edik
Remove ads

Edik (kallað „örvínan“ í miðaldaheimildum) er ediksýra blönduð vatni og aðallega höfð til matargerðar, en áður fyrr einnig notuð til lækninga. Edik hefur líka verið notað sem áhrifaríkt hreinsiefni. Edik verður langoftast til við gerjun vínanda. Gerjunin er af völdum ediksýrugerla, um 10 ættkvísla baktería af ættinni Acetobacteraceae. Eftir því hver uppistaðan er í gerjuninni er talað um ávaxtaedik, vín- eða maltedik. Edik er til dæmis notað í tómatsósu, majónes og við framleiðslu osta.

Thumb
Edik og óreganó krydd í flöskum.

Til eru ýmsar gerðir ediks, eins og ávaxtaedik (edik blandað ávöxtum), balsamedik, hrísgrjónaedik, jurtaedik, eplaedik, maltedik (áður fyrr nefnt öledik) og vínedik.

Remove ads

Tenglar

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads