Sigurskúfur

From Wikipedia, the free encyclopedia

Sigurskúfur
Remove ads

Sigurskúfur (fræðiheiti: Chamerion angustifolium (syn. Epilobium angustifolium)) er fjölær jurt af eyrarrósarætt. Hann tilheyrir dúnurtum og getur orðið allt að 70 cm á hæð. Sigurskúfur ber rauð blóm og er algengur um allt norðurhvel jarðar.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tvínefni ...
Remove ads

Lýsing

Blómin eru mörg í klasa upp eftir plöntunni. Þau eru um 2 cm í þvermál. Krónublöðin eru rauð en bikarblöðin dökkrauð. Í hverju blómi er 8 fræflar. Frævan er löng og hærð. Blöðin standa gagnstætt á stilknum. Þau eru 4 til 12 cm á lengd og 1 til 2 cm á breidd. Þau eru lensulaga, heilrennd eða með litlar tennur og hárlaus.

Thumb
Breiður af sigurskúfi í rússneskum barrskógi

Sigurskúfur er áburðarfrekur og vex því gjarnan í kringum bæi - oft í þéttum breiðum. Í skóglendi og klettum vex hann villtur - blómstrar seint. Í gras- eða mólendi er hann stundum dvergvaxinn og blómstrar ekki vegna næringarskorts. Þá myndar hann 10 til 20 cm langa blaðsprota. Sigurskúfur heitir á ensku "fireweed" og vísar nafnið til þess að sigurskúfur er landnemaplanta, þegar skógur rofnar vegna skógarbruna er sigurskúfur fljótur að spretta fram og þekja skógarbotninn.

Remove ads

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads