Etrúría

From Wikipedia, the free encyclopedia

Etrúría
Remove ads

Etrúría (venjulega kölluð Tyrrhenia í grískum og latneskum textum) var svæði á Mið-Ítalíu sem náði yfir stærstan hluta Toskana, og hluta Úmbríu og Latíum suður að ánni Tíber. Etrúría var kjarnasvæði menningar Etrúra á 8. öld f.Kr. en hún breiddist síðan út yfir Pódalinn og suður með strönd Tyrrenahafs allt til Kampaníu. Mörg borgríki Etrúra voru reist á grunni eldri þorpa frá tímum Villanovamenningarinnar sem stóð frá 12. öld til 8. aldar f.Kr..

Thumb
Svæðið sem menning etrúra náði yfir.

Róm var syðst á þessu menningarsvæði þar sem hún stendur á bökkum Tíberfljóts og nokkrir etrúskir konungar ríktu yfir borginni þar til lýðveldið var stofnað 509 f.Kr. Á 4. öld f.Kr. gerðu Gallar innrás á Appennínaskagann og lögðu undir sig etrúsku borgirnar í Pódalnum. Á sama tíma hófu Rómverjar að leggja hluta Etrúríu undir sig og innlimuðu hana alla við upphaf 1. aldar f.Kr..

Remove ads

Borgir

  • Arezzo (Arretium)
  • Caisra (Caere eða Cisra)
  • Clusium (Clevsin)
  • Curtun (Cortona)
  • Felathri (Volaterrae, nú Volterra)
  • Fufluna (Pupluna, latína: Populonium, nú Populonia)
  • Perusia
  • Tarchna eða Tarchuna (volska: Anxur, latína: Tarracina, nú Terracina)
  • Tarquinia (Tarquinii)
  • Veii
  • Volci (Velch)
  • Volsinii (Velzna)
  • Vetluna eða Vatluna (latína: Vetulonium, nú Vetulonia)
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads