Júródans
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Júródans (enska: Eurodance) er rafræn danstónlist undir áhrifum frá Hipphopp-tónlist, Hi-NRG og Hústónlist. Þessi tegund tónlistar átti sitt blómaskeið á 10. áratug 20. aldar. Lögin einkennast af þungum, hröðum bassatakti, grípandi laglínum og notkun hljóðgervla. Oft eru tvær söngkonur sem syngja laglínurnar en karlraddir rappa á milli. Textarnir, sem oft eru á ensku, fjalla gjarnan um skemmtanir, sumarfrí og sólarstrendur. Tónlistin var oft tengd við sólarlanda- og strandferðir ungs fólks til staða með fjörugt næturlíf eins og Ibiza á Spáni. Einstök lög náðu mikilli sölu en plötur í fullri lengd miklu síður. Dæmi um tónlistarmenn og hljómsveitir sem tengjast þessari tónlistarstefnu eru Alexia, Ice MC, 2 Unlimited, Fun Factory, Culture Beat og Real McCoy.

Remove ads
Tengt efni
- Júrópopp
- Júróbít
- Júrótrans
- Júródiskó
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads