Evrópa (gyðja)
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Evrópa var dóttir Agenors konungs í Fönikíu. Seifur kom auga á hana, er hún var að lesa blóm á sjávarströndinni við Týros eða Sídon ásamt öðrum meyjum.

Seifur brá sér þá í nautslíki og nálgaðist hana með blíðulátum. Allar hinar meyjarnar flýðu. En Evrópa sem var þeirra hugrökkust, þorði að láta vel að nautinu fagra og fara á bak því. Stakk það sér þá í hafið og synti með meyna til Kríteyjar. Gat Seifur þar við Evrópu tvo sonu, þá Mínos og Hradamantis. Urðu þeir konungar á Krít og eftir hérvistardaga sína dómarar í undirheimum sakir réttvísi sinnar.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads