Félag íslenskra teiknara
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Félag íslenskra teiknara, FÍT, er félagsskapur grafískra hönnuða og myndskreyta á Íslandi. Félagið var stofnað 23. nóvember 1953 og telur nú rúmlega 300 félagsmenn. Tæpur helmingur þeirra er starfsfólk á auglýsingastofum en meirihlutinn starfar sjálfstætt. Síðastliðin ár hefur þeim er starfa sjálfstætt farið ört fjölgandi.
Stofnun félagsins
Félag íslenskra teiknara var stofnað 23. nóvember 1953 á vinnustofu Halldórs Péturssonar að Túngötu 38 í Reykjavík. Frumkvöðlarnir voru fimm, þeir Ásgeir Júlíusson, Atli Már Árnason, Halldór Pétursson, Jörundur Pálsson og Stefán Jónsson. Til stofnenda teljast einnig Tryggvi Magnússon og Ágústa Pétursdóttir.
Samstarf stofnfélaga má þó telja eldra enda er þess getið í fyrstu fundargerð félagsins að "þessir sex menn höfðu áður haft nokkra samvinnu um verðtaxta þ.e. síðan des. 1946".[1].
Remove ads
Markmið félagsins
Aðalmarkmið FÍT er að efla starfsstéttina, kynna hana út á við og auka samstöðu félagsmanna.[2] Hvers kyns fræðsla og samvinna er á stefnuskrá FÍT. Félagið skipuleggur námskeið og sýningarhald, fræðslufundi og fyrirlestra, sér um að samkeppnisreglur séu virtar og er í samstarfi við sambærileg félög erlendis. Félagið beitir sér fyrir því að styrkja vinnuumhverfi teiknara og efla meðvitund félagsmanna um eigin rétt, m.a. með útgáfu á fréttabréfi fjórum sinnum á ári.
Remove ads
Heiðursfélagar
Eftirtaldir félagar hafa verið heiðraðir af félaginu fyrir vel unnin störf í þágu þess og fagsins í gegnum árin:
- Atli Már Árnason
- Ágústa P Snæland
- Friðrika Geirsdóttir
- Gísli B. Björnsson
- Hilmar Sigurðsson
- Hörður Ágústsson
- Kristín Þorkelsdóttir
- Torfi Jónsson
- Þröstur Magnússon
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads